Gesthús

Best varðveittasta leyndarmál Selfoss

Velkomin í Gesthús Selfossi

 

Gesthús Selfossi er hlýlegur gististaður, í hjarta Selfoss, staðsettur við Engjaveg 56.  Svæðið er umlukið háum trjám sem veita einstaklega gott skjól og friðsælt andrúmsloft. Á svæðinu eru leiksvæði fyrir börn og tveir heitir pottar, staðsettir við þjónustumiðstöðina. Pottarnir eru opnir á opnunartíma þjónustumiðstöðvarinnar, alla daga þegar veður leyfir. Hvernig hljómar að slaka á í heitum potti á meðan norðurljósin dansa fyrir ofan þig?

Við bjóðum upp á tvennskonar gistingu, tvö glæsileg sumarhús og 22 herbergi í smáhýsum, ásamt því að vera með frábært tjaldsvæði.

Smáhýsin okkar kúra í skóginum og eru í hverju að finna uppbúin rúm, eldunaraðstöðu, ísskáp og baðherbergi með sturtu. Fyrir þá sem eru að leita að aðeins meiri lúxus höfum við tvö tveggja herbergja sumarhús til leigu, hvert með fullbúnu eldhúsi, stofu og fallegri verönd með heitum potti sem gestir hafa til einkanota.

Að auki höfum við rúmgott tjaldsvæði og glæsilega tjaldmiðstöð þar sem gestir hafa aðgang að snyrtiaðstöðu, sturtum, eldunaraðstöðu og matsal. Norðan við tjaldmiðstöðina er svo svæði þar sem hægt er að losa úr ferðasalernum og vatnstönkum sem og slanga til að fylla á neysluvatn.

Gesthús Selfoss er fullkomin staður fyrir þá sem vilja kanna Suðurlandið þar sem stutt er í allar helstu náttúruperlur og afþreyingu.

Gistingin

Smáhýsi

Sumarhús

Tjaldsvæði

Veitingar

Sumarið 2021 er morgunverður eingöngu í boði fyrir hópa.  En við hellum upp á kaffi á hverjum morgni og hjá okkur er að auki er hægt að versla gos og bjór. Þjónustumiðstöðin er opin til kl. 21.00 á sumrin og til      kl. 18.00 á veturna.

Ertu að ferðast með hóp? Við bjóðum upp á hádegis- og/eða kvöldverðaseðil fyrir hópa. Vinsamlega athugaðu að það þarf að panta fyrirfram.

Nálæg afþreying og áhugaverðir staðir

Gesthús Selfoss er frábær staður fyrir ferðalanga enda staðsettur í fallegum bæ og gríðarlega margt að skoða í nágrenninu. 

Kynntu þér okkar uppáhalds staði og afþreyingu sem er í boði á Suðurlandinu.

Veður og
Norðurljósaspá

Góður undirbúningur er lykill að góðu ferðalagi.
Kynntu þér færð á vegum áður en þú leggur af stað í ferðalagið.

Og ekki missa af því að sjá litríku norðurljósin.

Umsagnir

{

“Lovely cottage with nice beds. Decoration was nice and fitted the room type. Kitchen was fitted with everything necessary to cook a meal and clean up afterwards. We enjoyed our stay!”

“The location was great! The park was located in the middle of the city but gave the feeling like you were in the woods! The houses were tiny but contained the that was necessary. ”

Staðsetning

Heimilisfang

Engjavegur 56,
800 Selfoss

Heyrðu í okkur

(+354) 482 3585

Sendu tölvupóst

gesthus@gesthus.is