fors
Smáhýsin
Einföld og þægileg gisting
Bungalow2
Rólegur og góður staður til að njóta eftir landkönnun..
Bungalow2
Þar sem þú finnur þig eins og heima
previous arrow
next arrow

Fullkomin gisting fyrir þá sem vilja einfalda og ódýra gistingu.

Smáhýsin okkar eru öll með sérbaðherbergi, eldunaraðstöðu og uppbúnum rúmum og handklæði.   Húsin eru staðsett inn í fallegum skógi í kyrrlátu og rólegu umhverfi.

Andrúmsloftið í smáhýsunum er afslappað og heimilislegt.

Smáhýsin eru einungis 17m2 að stærð en þar er allt sem þú þarft.  Við bjóðum upp á “standard” 2ja manna herbergi þar sem rómantíkin ræður ríkjum, þar er eitt tvíbreitt rúm 140x200cm. 

Svo bjóðum við upp á 2ja-3ja manna herbergi – “Twin room/triple room” sem henta vel góðum vinum eða hjónum með ung börn.  Þar erum við með eitt rúm sem er 120×200, annað sem er 90x200cm og koja 70x200cm.

Öll smáhýsin eru 17m2 að stærð en framan við húsin eru glæsilegir 8m2 pallar þar sem gott er að setjast með góðan kaffibolla og njóta.

Í eldhúsinu eru 2 eldavélarhellur, ísskápur, pottar, eldunaráhöld, borðbúnaður, hraðsuðuketill og vaskur.

Inni á baðherbergi er sturta, salerni og handlaug.

Gestir í smáhýsum hafa fría aðgang að heitum pottum sem staðsettir eru við þjónustumiðstöð ásamt aðgangi að þvottavél og þurrkara.

Myndasafn

Skoðaðu smáhýsin í gegnum myndasafn okkar.

Skilmálar og Algengar spurningar

Þráðlaust internet

Frítt þráðlaust internet í smáhýsum og þjónustumiðstöð.

Frí bílastæði

Allir gestir leggja frítt

Þvottavél og þurrkari

Gestir hafa aðgang að þvottavél og þurrkara.

Heita pottar

Gestir fá aðgang að heitum pottum við þjónustumiðstöð

Eldhúskrókur

Í eldhúskrók eru eldavélahellur, ísskápur, eldunaráhöld, borðbúnaður fyrir fjóra, hraðsuðuketill og vaskur.

Stærð

Smáhýsin eru 17 m2 að stærð, fullkomin fyrir tvo – þrjá fullorðna eða fjölskyldu með tvö lítil börn.

Sér baðherbergi

Sérbaðherbergi með sturtu

Morgunverður

Sumarið 2021 er morgunverður eingöngu í boði fyrir hópa.  

Aðstaðan

Stærð: 17m2

Á baðherberginu: Hárþurrka, ókeypis snyrtivörur á baðherbergi, baðkar eða sturta og handklæði

Í eldhúskrók: Te-/kaffivél, ísskápur, örbylgjuofn, öll nauðsynleg eldhúsáhöld, helluborð, rafmagnsketill, hreinsivörur, borðsvæði.

Svefnaðstaða: Tvö einbreið rúm eða hjónarúm, ein koja, rúmföt.

Önnur aðstaða: Verönd, kynding, sérinngangur, fataslá.

Allt gistirýmið staðsett á jarðhæðFrítt WiFi!

Húsreglur
  • Vinsamlega gangið vel um herbergið.
  • Allt rusl skal láta í þar til gerð ílát. Vinsamlega látið flöskur og dósir í
    endurvinnslugám.
  • Reykingar eru alfarið bannaðar innandyra
  • Vinsamlega vaskið upp leirtau og potta eftir notkun.
  • Gætið þess að slökkt sé á eldavélahellum þegar farið er úr húsi.
  • Ef farið er með borðbúnað eða stóla milli húsa þarf að gæta þess að skila öllu á sinn stað aftur.
  • Gott er að lofta vel í húsunum með því að hafa glugga opna.

Innritun: Á milli kl. 14.00 og 21.00
Útritun: Fyrir kl. 11.00

Gesthús Selfoss tekur á móti greiðslum í gegnum Visa og Masterkort og áskilur sér þann rétt til að taka frá upphæð tímabundið af kortinu þínu fyrir komu.

Afbókunarskilmálar

Standard verð
Þú getur afpantað þér að kostnaðarlausu þar til 7 dögum fyrir komu. Þú greiðir heildarverð bókunarinnar ef þú afpantar innan 7 daga fyrir komu. Ef þú mætir ekki greiðir þú heildarverð bókunarinnar.

Non-refundable verð
Vinsamlega athugaðu að ef bókun er afpöntuð, ef henni er breytt eða ef gestur mætir ekki (no show) er heildarkostnaður bókunarinnar gjaldfærður. Ef þú mætir ekki greiðir þú heildarverð bókunarinnar.

Heimilisfang

Engjavegur 56,
800 Selfoss

Heyrðu í okkur

(+354) 482 3585

Sendu tölvupóst

gesthus@gesthus.is