Gullfoss
Opið allt árið um kring 24/7
Hafðu samband

Algengar spurningar

Þarf að bóka fyrirfram?

Það þarf ekki að bóka tjaldsvæði fyrirfram nema að þú sért að ferðast með stórum hóp.

Við mælum með að bóka sumarhúsin og smáhýsin áður en þú mætir.

Hvenær er innritun?

Innritun í sumarhús og smáhýsi er á milli 14 og 21. Vinsamlega láttu okkur vita ef þú áætlar að vera seinna á ferðinni.  

Fyrir tjaldsvæðið: Ef þú kemur eftir lokun þá getur þú sett up tjaldið og skráð þig og greitt næsta morgun.

Hvenær er útritun?

Sumarhús og smáhýsi: Útritun er fyrir kl. 11.00

Tjald- og hjólhýsasvæði: Útritun er fyrir 12.00

Eru þið með rafmagnstengla?

Já, það eru  40 rafmagnstenglar staðsettir utan með svæðinu.

Er kaffihús, veitingastaður og/eða verslun á svæðinu?

Það er hægt að fá morgunverð, kaffi, te og bjór í þjónustumiðstöð okkar. 

Þar sem við erum staðsett í hjarta Selfoss þá finnur þú verslanir, matvöruverslanir og fjölbreytta veitingastaði og kaffihús í göngufæri. 

Hvar greiði ég?

Gestir þurfa að skrá sig og greiða inn í þjónustumiðstöð okkar. Vinsamlega athugaðu að rukkun út á svæði er þjónusta sem greitt er aukalega fyrir.

Um þjónustuna okkar

Sumarhús

Árið 2014 byggðum við tvö glæsileg 50 m2 sumarhús sem rúma 4-6 einstaklinga. Húsin kúra í skóginum sem veitir gott skjól og yndislega upplifun. Í hverju sumarhúsi eru tvö svefnherbergi, tvíbreiður svefnsófi í stofunni, öll helstu eldhúsáhöld, baðherbergið er með sturtu, salerni, handlaug og handklæðum.

Að auki er rúmgóð verönd umhverfis sumarhúsin með heitum potti og frábærri grillaðstöðu.

Smáhýsi

Smáhýsin okkar eru öll með sérbaðherbergi, eldunaraðstöðu og uppábúnum rúmum. Þau eru staðsett inn í fallegum skógi í kyrrlátu og rólegu umhverfi. Andrúmsloftið í smáhýsunum er afslappað og heimilislegt.

 

Gestir í smáhýsum hafa fría aðgang að heitum pottum sem staðsettir eru við þjónustumiðstöð ásamt aðgangi að þvottavél og þurrkara.

Tjald- og hjólýsasvæði

Svæðið skiptist í tvö aðskilin svæði, annars vegar svæði fyrir tjöld og hins vegar svæði fyrir húsbíla, tjaldvagna og fellihýsi með aðgangi að rafmagni. Rafmagnstenglar eru 40 talsins og eru staðsettir utan með svæðinu. Á vagnsvæðinu eru rólur fyrir börn og Grýlupottar sem þykja vinsælir hjá yngri kynslóðinni.

Gestir hafa aðgang að glæsilegri þjónustumiðstöð með snyrtingum, sturtum, eldunaraðstöðu og stórum matsal. Norðan við tjaldmiðstöðina er svæði þar sem hægt er að losa úr ferðasalernum og vatnstönkum sem og slanga til að fylla neysluvatn. Í og við þjónustumiðstöð er í boði frítt þráðlaust internet.

Morgunverður

Í þjónustumiðstöð okkar er framreitt glæsilegt morgunverðarhlaðborð alla daga á sumrin frá kl. 07.30 – 10.00. 

Staðsetning

Gesthús er frábærlega staðsett í hjarta Suðurlandsins, nálægt mörgum af vinsælustu náttúruperlunum Íslands. Fullkomin staður til að dvelja í nokkra daga þar sem þú ert í stuttri akstursfjarlægt frá nokkrum af fallegustu stöðum jarðar.

Finnur þú ekki svarið við spurningu þinni hér að ofan?

Sendu okkur tölvupóst

4 + 1 =

Heimilisfang

Engjavegur 56,
800 Selfoss

Heyrðu í okkur

(+354) 482 3585

Sendu tölvupóst

gesthus@gesthus.is