fors
SUMARHÚSIN
Fyrir þá sem vilja meiri lúxus

Fullbúin og rúmgóð sumarhús

Árið 2014 voru byggð glæsileg 50 m2 sumarhús sem rúma 4-6 einstaklinga. Húsin kúra í skóginum sem veitir gott skjól og yndislega upplifun. Í hverju sumarhúsi eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og hitt með tveimur einbreiðum rúmum. Að auki er tvíbreiður svefnsófi í stofunni.

Sumarhúsin eru fullbúin öllum helstu eldhúsáhöldum, eldavél, bakaraofni, ísskápi, pottum, pönnu, borðbúnaði fyrir sex manns, brauðrist og hraðsuðukatli.

Baðherbergið er með sturtu, salerni, handlaug og handklæðum.

Umhverfis sumarhúsin er rúmgóð verönd með heitum potti og frábærri grillaðstöðu.

Gestir í sumarhúsum hafa frían aðgang að þvottavél og þurrkara.

Myndasafn

Skoðaðu sumarhúsin í gegnum myndasafn okkar.

Skilmálar & Algengar spurningar

Þráðlaust internet

Frítt þráðlaust net í sumarhúsum og þjónustumiðstöð.

Frí bílastæði

Allir gestir leggja frítt

Þvottavél og þurkkari

Gestir hafa aðgang að þvottavél og þurrkara.

Heitur pottur

Gestir í sumarhúsum hafa heitan pott til einkaafnota.

Eldhús

Fullbúið eldhús

Verönd

Verönd með góðri grillaðstöðu, borði og stólum.

Margmiðlun og tækni

Flatskjársjónvarp

Morgunverður

Sumarið 2020 er morgunverður eingöngu í boði fyrir hópa.

Aðstaðan

Stærð: 51m2

Með einkaverönd með heitum potti, uppþvottavél og fullbúnu eldhúsi. Í stofunni eru setusvæði og flatskjár.

Á baðherberginu: Hárþurrka, ókeypis snyrtivörur á baðherbergi, baðkar eða sturta og handklæðiÍ eldhúsinu: Te-/kaffivél, ísskápur, örbylgjuofn, uppþvottavél, öll nauðsynleg eldhúsáhöld, ofn, helluborð, brauðrist, rafmagnsketill, hreinsivörur

Í stofunni: Útvarp, skrifborð, setusvæði, flatskjár, gervihnattarásir, borðsvæði, borðstofuborð, svefnsófi

Í herbergjum: Hjónarúm, tvö einbreið rúm, vekjaraklukka, rúmföt.

Önnur aðstaða: Sérinngangur, kynding, harðviðar- eða parketgólf, þvottavél, þurrkari, verönd, heitur pottur, grill, útihúsgögn, borðsvæði utandyra.

Samtengd herbergi í boði,

Allt gistirýmið staðsett á jarðhæð

Allt gistirýmið aðgengilegt hjólastólum

Frítt WiFi!

Húsreglur
  • Vinsamlega gangið vel um herbergið.
  • Allt rusl skal láta í þar til gerð ílát. Vinsamlega látið flöskur og dósir í
    endurvinnslugám.
  • Reykingar eru alfarið bannaðar innandyra
  • Vinsamlega þvoið upp leirtau og potta eftir notkun.
  • Gætið þess að slökkt sé á eldavélahellum þegar farið er úr húsi.
  • Ef farið er með borðbúnað eða stóla milli húsa þarf að gæta þess að skila öllu á sinn stað aftur.
  • Gott er að lofta vel í húsunum með því að hafa glugga opna.

Innritun: Á milli kl. 14.00 og 21.00
Útritum: Fyrir kl. 11.00

Gesthús Selfoss tekur á móti greiðslum í gegnum Visa og Masterkort og áskilur sér þann rétt til að taka frá upphæð tímabundið af kortinu þínu fyrir komu.

Afbókunarskilmálar

Standard verð
Þú getur afpantað þér að kostnaðarlausu þar til 2 dögum fyrir komu. Þú greiðir heildarverð bókunarinnar ef þú afpantar innan 2ja daga fyrir komu. Ef þú mætir ekki greiðir þú heildarverð bókunarinnar.

Non-refundable verð
Vinsamlega athugaðu að ef bókun er afpöntuð, ef henni er breytt eða ef gestur mætir ekki (no show) er heildarkostnaður bókunarinnar gjaldfærður. Ef þú mætir ekki greiðir þú heildarverð bókunarinnar.

Heimilisfang

Engjavegur 56,
800 Selfoss

Heyrðu í okkur

(+354) 482 3585

Sendu tölvupóst

gesthus@gesthus.is