Gullfoss
Um okkur
Gesthús
Selfoss, Íslandi
27+ ára
22 smáhýsi og 2 sumarhús
Tjald- og hjólhýsasvæði

Um Gesthús

Gesthús Selfoss er rótgróið fyrirtæki í hjarta Selfoss, staðsett við Engjaveg 56. Við segjum oft að við séum eitt best varðveittasta leyndarmál Selfoss.

Við erum stolt af því sem við höfum upp á að bjóða sem eru 22 herbergi í smáhýsum og tvö glæsileg, tveggja herbergja sumarhús.

Smáhýsin er tilvalin gisting fyrir allt að þrjá fullorðna eða par með tvö lítil börn. Í húsunum er lítill eldhúskrókur, snyrting með sturtu og uppbúin rúm. Gestir í smáhýsum fá frían aðgang að heitum pottum sem eru staðsettir við þjónustumiðstöð.

Fyrir þá sem eru að leita að aðeins meiri lúxus þá tókum við árið 2014 í notkun tvö glæsileg 50m2 sumarhús sem rúmar allt að sex manns. Í húsunum eru tvö herbergi, fullbúið eldhús, stofa og góð verönd með heita potti og grillaðstöðu. 

Tjaldsvæði Gesthúsa er glæsilegt. Svæðið skiptist í tvö aðskilin svæði, annarsvegar svæði fyrir tjöld og hins vegar svæði fyrir húsbíla, tjaldvagna og fellihýsi með aðgangi að rafmagni. Á svæðinu er stór þjónustumiðstöð þar sem gestir hafa aðgang að snyrtingu, sturtum, eldunaraðstöðu og matsal. Norðan við þjónustumiðstöðina er svæði þar sem hægt er að losa úr ferðasalernum, losa vatnstanka sem og slanga til að fylla á neysluvatn.

Á tjaldsvæðinu eru rólur fyrir börn og grýlupottar sem þykja vinsælir hjá yngri kynslóðinni.

Ertu með spurningu? 

Sendu okkur póst!

Þetta erum við systkinin

Við erum Lísa, Smári og Nonni, systkini sem líkar svo vel við hvort annað að við ákváðum að vinna saman. 

Lísa er eigandinn og fékk okkur, eldri bræður sína, til að koma og aðstoða við daglegan rekstur og eins og allir góðir bræður þá sögðum við já. Við eigum svo eina systur til viðbótar sem er prófessor við Háskóla Íslands… já hún er skarpasti hnífurinn í skúffunni.

Við elskum vinnuna okkar og vonum að dvöl þín verði yndisleg hér hjá okkur á Gesthúsum. 

Gestgjafinn

Lísa

Lísu er margt til lista lagt en hún er mikil spunakona, ullarframleiðandi, veflistakona og svo mætti lengi telja. Lisa er menntaður kennari en hún gaf skít kennaralaunin og ætlar sér stóra hluti í ullarframleiðslunni.

Lísa talar fullt af tungumálum og eldar himneskan mat. Lísa elskar að taka á móti gestum og þið getið spurt hana um hvað sem er.

Gestgjafinn

Smári

Smári er menntaður kjötiðnarðarmaður en gafst upp á kjötinu og gengur nú um svæðið með hamar og skrúfjárn í hönd. Þegar Smári verður orðinn nógu ríkur ætlar hann að breyta tjaldsvæðinu í golfvöll fyrir sjálfan sig. Smári er lykilmaður hjá Gesthúsum enda lagar hann allt sem bilar og er einstaklega hjálpsamur við ferðamenn.

 

Gestgjafinn

Nonni

Nonni er þúsundþjalasmiður. Hann smíðar, lagar og eldar mat. Nonni lagar heimsins bestu súpur, þar er hann snillingur þó ég segi sjálf frá. Nonni hefur einstaklega gaman af því að hjálpa gestunum okkar þegar þeir eru búnir að festa sig í snjónum (eða drullunni) hann er nefnilega með bíladellu enda frá bílabænum Selfoss.

Heimilisfang

Engjavegur 56,
800 Selfoss

Heyrðu í okkur

(+354) 482 3585
(+354) 663 2448

Sendu tölvupóst

gesthus@gesthus.is